Saga Route 66



Saga Route 66


Sumarið 1926 var vegurinn frá Chicago í Illinois til Los Angeles í Californíu gerður og var honum ætlað að mæta þörf þjóðar sem gekk í gegnum miklar breytingar og fékk hann númerið 66 í vegakerfinu. Varð þetta strax ein aðal  samgönguleið norður Ameríku frá austri til vesturs.
Leiðin lá frá Chicago, sögulegu hliði vestursins, til St.Louis í Missouri gegnum Tulsa og Oklahoma þaðan til Amarillo í Texas um Tucumcari og Gllup, Nýju Mexikó til Holbrook og Flagstaff í Arizon og loks til Barstow og Los Angeles í Californíu. Frumdrög að því sem síðar varð Route 66, náði yfir 2400 mílur og voru þau falin yfirvöldum 30. október 1925. Þeir sem sipulögðu leiðina höfðu í huga að tengja saman fjölförnustu vegir sveita og afskektra staða og þannig að koma þeim í tengingu við þessa mikilvægu flutningaleið. Varð þetta til að tengja saman afskektar byggir Illinois, Missouri, Kansas og Chicago og gera bændum kleift að flytja korn og aðra vöru á auðveldan hátt á markaði. Route 66 varð afar mikilvæg leið fyrir flutningabílstjóra sem urðu mikill samkeppnisaðili við járnbrautakerfið um 1930. Route 66 var strax ólík öðrum flutningarleiður s.s. Dixie og Lincoln. Route 66 liggur að mestu leiti um flatlendi, stefnir í suður áður en stefnan er tekin í vestur, ávinningurinn var ákjósanlegri veðrátta sem trukkabílstjórarnir sóttust sérstaklega eftir.
John Steinbeck fjallaði um leiðina sem "The Mother Road" 1938 í bókinni "Þrúgur reiðinnar", sem varð ódauðleg þegar kvikmyndin kom út og fór sigurför um allan heim. Þetta var leið til nýrra tækifæra og betra lífs og um 210.000 mans lögðu land undir fót til Californiu til að losna úr "Rikskálinni". 1938 var leiðin öll sögð malvikuð og þúsundir atvinnulausra umgra manna alsstaðar að úr Bandaríkjunum unnu við lagninguna frá 1936. Einn þeirr sem fluttust búferlum eftir Route 66 var fyrverandi píanóleikari Tommy Dorsey stórsveitarinnar, fyrrverandi landgönguliði frá Harrisburg í Pensylvaníu sem hét Bobby Troop. Upplifun hans af þessari leið var þvílík að hann sami lagið, "Get your kicks on Route 66", sem var síðan flutt af Nat King Cole árið 1946
              
 

Flettingar í dag: 489
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 2468
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 1106829
Samtals gestir: 71690
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 05:14:30