Dagur 10

Það var kalt þegar við lögðum af stað kl.08.00 frá Albuquerque til Santa Fe, eins og við segjum þá var nú bara skít kalt og eins og svo oft áður þá var maður ekki klæddur í samræmi við hitastigið. Að þessu sinni var það skortur á hita. En hvernig sem það nú allt var þá ókum við sem leið liggur til Santa Fe en þar var mikil hátíð í gangi þar sem fagnað var frelsinu frá mexikönum. Við stoppuðum nokkra stund og skoðuðum miðbæinn, þar var mikið um að vera, gaman var að ganga þarna um og dást af öllu því sem fyrir augu bar. Þegar við höfðum skoðað okkur um var aftur lagt af stað og nú var stefnan tekin á Santa Rosa. Nú var meira ekið um Route 66. Það er mikill munur á gróðri eftir því sem austar dregur. Við keyrðum um fallega dali og sveitir.
Þessi dagur var sérstakur og frábrugðinn öðrum að því leiti að Sigurmundur Einarsson átti afmæli og var afmælissöngurinn nokkru sinnum sunginn fyrir hann. Það var gott að geta tekið sér tíma til að sitja við sundlaugina, þegar við höfðum komið okkur inn á hótel, og þar var sungið og sá afmælisbarnið um gítarleikinn.
Það hefur verið gaman að sjá og heyra af því hversu margir hafa verið að fylgjast með ferðalaginu okkar. Þá hefur það verið uppörvandi að sjá að sumir eru duglegir að skrifa inn á gestabókina. Okkur hafa einnig borist kveðjur í tölvupósti og langar okkur til að setja hér inn ferskeitlu sem okkur barst og gladdi okkur mikið, takk fyrir það.
Frítt föruneyti fór af stað
ég fýlu berst við mína.
Ég endurtek og segi það
að Drottinn sér um sína.
                                                                                          J.Kjartans.
Þetta er allt að ganga í rétta átt hjá okkur og framundan bara meira ævintýri.

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 422
Gestir í gær: 94
Samtals flettingar: 1942725
Samtals gestir: 192410
Tölur uppfærðar: 15.6.2021 05:10:50