20.12.2009 20:26

Fagnaðarstund

Ljósin, jólalögin og fallega innpakkaðar gjafirnar eru allt hluti af jólaundirbúningnum. En er það í raun það sem jólin snúast um ?

Fyrir sumum eru jólin saga um fjárhirða, vitringa frá austurlöndum á úlföldum sínum og engla sem sungu, "Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum."  Lk.2.14 

Við megum ekki láta myndirnar og söngvana draga okkur í burtu frá hinu raunverulega innihaldi jólanna!  Fæðing Jesú er hin raunverulega ástæða hátíðarinnar. Ungabarnið í jötunni er samt bara upphaf sögunnar. Reynum að sjá fyrir okkur Frelsarann á göngu um rykug stræti Júdeu. Siglum með honum þegar hann í fárviðri fer yfir Genesearet vatnið. Förum með honum til Kapernám og sjáum hann gera kraftaverk þar.

Sjáum hann í útjaðri Jeríkó þar sem Bartimeus fálmar um í myrkrinu, ríghaldandi í lafrana sína. Blindi maðurinn hrópaði, "Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér!" Mk.10.47  og blind augu hans opnuðust!

Göngum með Drottni inn í Getsemane garðinn og heyrum hann segja, "Faðir minn, ef verða má þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki sem ég vil heldur sem þú vilt."  Sjáum fyrir okkur þegar Jesús drekkur bikar, syndar, sjúkdóma og smánar þegar hann er nelgdur á kross. Hlustum þega hann notar síðasta andartak sitt til að segja, "Það er fullkomnað!"

Aldrei framan munum við finna hið allra heilagasta í byggingu byggðri með höndum manna. Nú mun það finnast í hjarta eins og sérhvers sem segir, "Ég meðtek Jesú Krist sem Drottinn minn og Frelsara."

Þegar við nú fögnum fæðingu Jesú skulum við muna að það er ein einasta ástæða fyrir fæðingu hans og lífi - þ.e. að leysa menn og konur, drengi og stúlkur undan harðstjórn djöfulsins. Þegar við fögnum fæðingu Frelsarans þá skulum við einnig fagna lífi hans, dauða og upprisu ... og ekki síst heiðra Drottinn fyrir að gefa líf sitt til þess að mannkyn öðlaðist frelsi.

                                 

Flettingar í dag: 339
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 926
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 872379
Samtals gestir: 54578
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 14:47:57